Enduro snýst um að hjóla saman stóra "All Mountain-leið" og enda í lokahófi. Á leiðinni skemmta keppendur sér við að keppa á stuttum sérleiðum sem eru mest niður í móti og tæknilegar.
|
Hvað er Enduro?
Keppnisfyrirkomulagið er Enduro eins og það er skilgreint af samtökum um Enduro fjallahjólakeppnir © Enduro Mountain Bike Assoc™. Enduro var hannað með það í huga að keppt væri í svipuðum aðstæðum og fjallahjólarar stunda sér til ánægju á fjöllum. Keppnin á að reyna á tæknigetu ekki síður en styrk og þrek. Fyrirkomulagið er þannig í grunninn að hjóluð er þokkalega löng leið í fjallendi en aðeins er keppt á stuttum köflum sem eru mest niður á við. Keppniskaflarnir, sérleiðir, e. stage, mega ekki vera færri en fjórir og þurfa í það heila að vera meira en 80% niður í móti (fjórir af hverjum fimm metrum vísa niður). Lægsti samanlagði tími sérleiða leiðir til sigurs. Í hverju hliði er einstaklingsstart. Umfram allt er markmiðið að skemmta sér saman á fjöllum, fanga anda sannra fjallahjólreiða og enda í fjörugu lokahófi. Facebook www.facebook.com/enduroiceland |
|